Izleifur

TÓNLEIKAR

21. júlí

Izleifur er einn mest spennandi tónlistarmaður okkar íslendinga um þessar mundir. Eftir að hafa brotist fram á sjónarsviðið sem pródusent fyrir hina ýmsu rappara árið 2018, gaf hann loksins út sína fyrstu breiðskífu sem sóló listamaður í febrúar síðastliðnum sem ber heitið “Þetta er Izleifur”.

Platan stiklar á umfjöllunarefnum sem eru okkur flestum vel kunnug. Kvíði, sjálfsefi, ást og brotin hjörtu einkenna plötuna í samfloti við skýran hljóðheim sem fangar tíðaranda ungmenna í dag.

Platan sem hefur nú sankað að sér hátt í 2.000.000 streymi á einungis nokkrum mánuðum var gerð á 4 árum og er ákveðið uppgjör á lífi Izleifs á þessum tíma.

Núna er Izleifur tilbúinn í að taka næstu skref og skrifa næsta kafla í sínum ferli sem og rapp sögu Íslands.

Izleifur kemur fram í Háskólabíó þann 21.júlí næstkomandi með vel völdum gestum og hljóðfæraleikurum. Platan “Þetta er Izleifur” verður flutt í gegn í bland við nýja músík og eldri slagara og verða sum lögin færð í nýjan búning.

Þetta er tækifæri til að skyggnast nær í hugarheim þessa merka listamanns og enginn mun ganga ósáttur úr húsi.

Previous
Previous

Una Torfa

Next
Next

Biggi Maus